Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. febrúar 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Atletico og bróðir Cavani eiga í erjum
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, hefur gagnrýnt sóknarmanninn Edinson Cavani fyrir þær kröfur sem hann setti fram í viðræðum við spænska félagið.

Cavani var mikið í fréttum í síðasta mánuði er félagaskiptaglugginn var opinn. Hann var orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni, en mest var hann orðaður við Atletico.

Sögur voru um að Cavani hefði náð samkomulagi við Atletico, en á endanum varð ekkert að því.

Í Mundo Deportivo var hins vegar sagt að hinn 32 ára gamli Cavani hefði ekki farið til Atletico út af því að bróðir hans og umboðsmaður, Walter Fernando, væri að biðja um bónus upp á 18 milljónir evra til að ganga frá skiptunum. Atletico hefði hafnað því og því hefði ekkert orðið úr skiptunum.

Cerezo ræddi við Movistar Futbol eftir 1-0 tapið gegn Real Madrid í dag og þar sagði hann: „Einn daginn mun ég segja frá því af hverju Cavani kom ekki."

„Ég vil ekki benda á neinn, en mér finnst það synd hvernig staðan er hjá sumum leikmönnum varðandi skyldmenni þeirra og umboðsmenn. Þetta er fráleitt. Við erum ekki hérna til þess að láta ræna okkur."

Bróðirinn svarar
Bróðir Cavani hefur svarað þessum ummælum hjá forseta Atletico. Hann er ekki sammála því sem Cerezo segir.

„Hver er Enrique Cerezo? Ég hitti hann aldrei á meðan viðræðunum stóð. Atletico hefur eitthvað að útskýra fyrir sínum stuðningsmönnum," sagði bróðir Cavani og umboðsmaður hans í viðtali við La Cadena SER.

„Ef þetta snerist um peninga þá hefði Edi farið til Englands, til Manchester eða Chelsea."

Cavani á sex mánuði eftir af samningi sínum hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi og mun hann klára þann samningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner