Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 01. febrúar 2020 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Á endanum voru þetta skrítin úrslit
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Til þess að vinna þá þurftum við að bæta okkur í leiknum og læra af honum," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 4-0 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool braut ekki ísinn fyrr en í byrjun seinni hálfleiks, en þá skoraði Alex Oxlade-Chamberlain. Eftir það skoruðu Henderson og Mohamed Salah, en sá síðarnefndi gerði tvö mörk seint í leiknum.

„Ég gæti ekki gefið Southampton meira hrós fyrir það hvernig þeir stilltu upp og spiluðu leikinn. Á endanum voru þetta skrítin úrslit. Þetta er sanngjarnt því við skoruðum mörkin."

„Þeir áttu of mörg skot á rammann og við urðum að breyta okkar leik í seinni hálfleiknum. Það hjálpaði okkur gríðarlega og þegar við komumst á skrið þá er erfitt að stoppa okkur."

„Jafnvel þegar staðan var 4-0 þá gafst Southampton ekki upp. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir því," sagði Klopp.


Athugasemdir
banner
banner
banner