Jurgen Klopp er mjög hrifinn af því sem Ralp Hasenhuttl er að gera með Southampton.
                
                
                                    Southampton byrjaði ekki tímabilið vel og kom lágpunkturinn í oktbóer þegar liðið tapaði 9-0 á heimavelli gegn Leicester. Southampton hélt tryggði við stjóra sinn þrátt fyrir þetta tap og hefur hann náð að snúa hlutunum við.
Southampton mætir Liverpool klukkan 15:00 á morgun og er fyrir leikinn í níunda sæti deildarinnar.
Klopp hrósaði Hasenhuttl á blaðamannafundi í gær.
„Það hefur átt sér stað ótrúleg umbreyting þarna. Ég var valinn stjóri mánaðarins (fyrir desember), en Ralph (Hasenhuttl) átti skilið að vinna það," sagði Klopp og bætti við: „Þeir líta út eins og pressuvél á hæsta stigi."
Klopp on Southampton: "The turnaround there is sensational. I won manager of the month but for me it was Ralph (Hasenhüttl). They look like a pressing machine at the highest level."
— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 31, 2020
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        

