Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 01. febrúar 2021 13:55
Magnús Már Einarsson
Axel Óskar á leið til lettnesku meistaranna
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Axel Óskar Andrésson, varnarmaður Viking í Noregi, er á leið til lettnesku meistaranna í FC Riga. Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Félögin hafa náð saman um kaupverð og Axel fer til Dubai í vikunni til að skrifa undir en Riga er þar í æfingaferð.

Hinn 22 ára gamli Axel hefur leikið með Viking undanfarið tvö og hálft ár en hann var áður á mála hjá Reading á Englandi. Axel lék í yngri flokkum Aftureldingar en hann fór 16 ára til Englands.

Axel, sem hefur leikið með öllum landsliðum Íslands, fer nú til Riga sem hefur unnið deildina í Lettlandi undafarin þrjú ár.

„Þegar þessi áhugi kom upp þá fékk hann að vera áfram á Íslandi meðan við vorum að vinna í þessum málum. Það var áhugi frá tveimur norskum liðum, sænskum liðum og hollenskum liðum sem og meisturunum frá Riga," sagði Ólafur.

„Eftir mikið japl, jaml og fuður ákváðum við að semja við Riga. Þeir voru gríðarlega áhugasamir og vilja reyna að koma liðinu áfram í Evrópukeppni eftir að hafa tapaði 1-0 gegn Celtic á síðasta ári. Þeirra framtíðarsýn hljómaði vel."
Athugasemdir
banner
banner