Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 01. febrúar 2021 08:05
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry til Esbjerg (Staðfest)
Kjartan Henry Finnbogason er mættur til Esbjerg.
Kjartan Henry Finnbogason er mættur til Esbjerg.
Mynd: Esbjerg
Mynd: Getty Images
Framherjinn Kjartan Henry Finnbogason hefur gert samning við Esbjerg til 30. júní. Ólafur Kristjánsson er þjálfari Esbjerg en liðið er í 2. sæti í dönsku B-deildinni og í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni. Andri Rúnar Bjarnason spilra einnig með Esbjerg en hann hefur verið talsvert meiddur á tímabilinu.

Hinn 34 ára gamli Kjartan Henry var á dögunum orðaður við heimkomu en hann rifti samningi sínum við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Í kjölfarið gerðust hlutirnir hratt og hann skrifaði undir hjá Esbjerg í gærkvöldi eftir að hafa áður ætlað að ganga til samninga við félag á Íslandi.

„Þegar ég var búinn að rifta fékk ég símtal frá Óla Kristjáns, ekki í fyrsta skipti. Hann reyndi að fá mig þegar hann var hjá Randers og líka þegar ég var í smá basli hjá Vejle. Ég átti fínt spjall við hann og sagði honum hvernig ég væri að hugsa þetta," sagði Kjartan Henry við Fótbolta.net.

„Tímabilið heima byrjar ekki fyrr en í byrjun maí. Ég vildi ekki bora í nefið í febrúar og mars á meðan við erum að pakka hérna úti og koma fjölskyldunni heim. Mér fannst spennandi að vinna með honum. Esbjerg er spennandi klúbbur sem á klárlega að vera í úrvalsdeildinni."

„Ég hef þrisvar sinnum farið upp um deild á ferlinum, einu sinni í Noregi og tvisvar í Danmörku og ég væri tilbúinn að gera það aftur. Þegar maður getur ekki spilað með FCK og Midtjylland þá er næst skemmtilegast að fara upp um deild. Ég er ótrulega spenntur að vinna með Óla og ég vil koma því á CV-ið að fara fjórum sinnum upp um deild."


Lengra viðtal við Kjartan Henry birtist innan tíðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner