Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 01. febrúar 2023 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Staðfestir viðræður við Chelsea - „Félagið þarf á hjálp minni að halda"
Brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva er við það að framlengja samning sinn við Chelsea en þetta staðfestir hann í samtali við ESPN.

Þessi 38 ára gamli varnarjaxl verður samningslaus í sumar og hafa samningaviðræður staðið yfir síðustu vikur.

Chelsea hefur engan áhuga á að missa hann og telur Silva spila mikilvægt hlutverk í þeirri endurbyggingu sem er að eiga sér stað eftir að Todd Boehly eignaðist félagið á síðasta ári.

Silva svo gott sem staðfestir nýjan samning við félagið í samtali við ESPN. Hann mun því væntanlega skrifa undir eins árs samning á allra næstu dögum.

„Við erum í viðræðum og það mun líklega eitthvað gerast á næstu dögum. Planið mitt er að halda áfram hjá Chelsea og félagið vill halda mér. Chelsea þarf á hjálp minni að halda í þessari endurbyggingu og hér er ég,“ sagði Silva.
Athugasemdir
banner
banner