Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. febrúar 2023 18:06
Brynjar Ingi Erluson
Verður 56 ára í þessum mánuði og var að skrifa undir hjá portúgölsku B-deildarliði
Mynd: Getty Images
Japanski leikmaðurinn Kazuyoshi Miura er ekkert á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna strax en þessi 55 ára gamli framherji hefur nú skrifað undir lánssamning hjá portúgalska B-deildarliðinu Oliveirense.

Miura hefur spilað atvinnumannafótbolta í 37 ár en hann fór ungur að árum til Juventus-SP í Brasilíu og lék þá einnig með Santos, Palmeiras, Club de Regatas, Matsubara, Esporte Clube XV de Novembro og Coritiba áður en hann snéri aftur til Japans árið 1990.

Bestu ár hans voru hjá Verdy Kawasaki þar sem hann gerði 117 mörk í 192 leikjum en auk þess tók hann lánsævintýri hjá Genoa og spilaði einnig fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu.

Miura hefur verið samningsbundinn Yokohama frá 2005 en í þessum mánuði fagnar hann 56 ára afmæli sínu og hefur haldið upp á það með því að gera lánssamning við portúgalska B-deildarfélagið Oliveirense.

Eigendur Yokohoma keyptu stóran hluta í Oliveirense á síðasta ári og samþykkti því að lána hann til félagsins.

Miura hefur áður sagt að hann ætli að spila fótbolta til sextugs en hann er spenntur fyrir því að spila í Portúgal.

„Ég ætla að leggja hart að mér til að sýna öllum hvað ég er þekktur fyrir, þó þessi staður sé nýr fyrir mér,“ sagði Miura.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner