Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. mars 2020 14:57
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Stöðva þurfti leikinn í Berlín
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Union Berlin 2 - 2 Wolfsburg
1-0 Sebastian Andersson ('41)
2-0 Marvin Friedrich ('57)
2-1 Yannick Gerhardt ('60)
2-2 Wout Weghorst ('81)

Union Berlin og Wolfsburg mættust í fyrsta leik dagsins í þýska boltanum og leiddu heimamenn í Berlín í hálfleik.

Sebastian Andersson skoraði eina markið í fyrri hálfleik með skalla eftir aukaspyrnu eftir markmannsmistök.

Marvin Friedrich tvöfaldaði forystuna með öðrum skalla eftir aukaspyrnu í síðari hálfleik en Yannick Gerhardt minnkaði muninn skömmu síðar. Þriðja skallamark leiksins, í þetta sinn eftir hornspyrnu.

Það var á lokakaflanum sem Wout Weghorst jafnaði fyrir Wolfsburg og reyndist það lokamark leiksins. Lokatölur 2-2.

Wolfsburg er einu stigi frá Evrópusæti eftir jafnteflið. Union Berlin kemur fimm stigum þar á eftir.

Stöðva þurfti leikinn í fyrri hálfleik vegna óláta stuðningsmanna sem voru með borða og sungu níðsöngva í garð Dietmar Hopp, eiganda Hoffenheim.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner