Liverpool 2 - 0 Wolves
1-0 Virgil van Dijk ('73 )
2-0 Mohamed Salah ('77 )
1-0 Virgil van Dijk ('73 )
2-0 Mohamed Salah ('77 )
Liverpool lagði Wolves að velli, 2-0, í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í kvöld en leiknum var upprunalega frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningu í september.
Úlfarnir voru stórhættulegir strax í byrjun leiks. Alisson varði fyrst frábært skot Joao Moutinho áður en Pablo Sarabia átti skot rétt framhjá eftir hornspyrnu.
Harvey Elliott fékk tvö kjörin tækifæri til að koma Liverpool í forystu undir lok fyrri hálfleiks. Fyrst átti Darwin Nunez laglega fyrirgjöf sem Elliott, skallaði á einhvern ótrúlegan hátt, framhjá markinu.
Nokkrum mínútum síðar kom hann sér í annað gott færi en markvörður Wolves, Jose Sá, varði frá honum.
Darwin Nunez kom boltanum í netið á 66. mínútu leiksins eftir að Diogo Jota keyrði sig í gegnum vörnina. Boltinn datt fyrir Nunez sem skilaði honum í netið en markið var dæmt af þar sem Jota var talinn brotlegur í aðdragandanum.
Virgil van Dijk kom Liverpool yfir á 73. mínútu. Trent Alexander-Arnold stýrði aukaspyrnu sinni inn í teiginn á Van Dijk sem stangaði hann efst í vinstra hornið en Sá varði boltann. Jota var fljótur að átta sig, kom boltanum aftur fyrir og í þetta sinn stangaði Van Dijk hann í netið.
Mohamed Salah tryggði sigurinn þremur mínútum síðar. Cody Gakpo og Kostas Tsimikas spiluðu sín á milli vinstra megin áður en Tsimikas kom með boltann inn í teiginn á Salah sem kom Liverpool í 2-0.
Lokatölur 2-0 fyrir Liverpool sem er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig, aðeins sex stigum frá Tottenham sem er í fjórða sæti deildarinnar. Liverpool á leik til góða á Tottenham.
Wolves er í 15. sæti með 24 stig.
Athugasemdir