Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 01. mars 2024 13:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Númi í Fylki (Staðfest)
Arnar Númi Gíslason.
Arnar Númi Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Númi Gíslason hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Fylkis en hann kemur til félagsins frá Breiðabliki.

Arnar sem er uppalinn í Haukum en hann var fenginn þaðan í Breiðablik snemma árs 2021. Síðustu tímabil hefur hann verið í láni hjá Gróttu og Fjölni.

Alls hefur hann spilað 53 KSÍ leiki og skorað í þeim þrjú mörk ásamt því að eiga 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

„Við bjóðum Arnar velkominn til félagsins og hlökkum til að fylgjast með honum í appelsínugulu," segir í tilkynningu Fylkiis.

Fylkir hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og verður fróðlegt að fylgjast með liðinu á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner