Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 01. mars 2024 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kante skoraði með skalla í tapi gegn toppliði Al-Hilal
Mynd: EPA

N'Golo Kante kom sér á blað þegar Al-Ittihad tapaði gegn toppliði Al-Hilal í Sádí-Arabíu í kvöld.


Þessi fyrrum miðjumaður Chelsea kom liðinu yfir snemma leiks þegar hann skoraði með skalla.

Al-Hilal svaraði því hins vegar með þremur mörkum en Sergej Milinkovic-Savic lagði upp tvö mörk. Karim Benzema var ekki í leikmannahópi Al-Ittihad en Kalidou Koulibaly og Ruben Neves voru á sínum stað í byrjunarliði Al-Ittihad ásamt Milinkovic-Savic.

Al-Hilal er með 62 stig á toppnum en Al-Ittihad er í 5. sæti með 37 stig.


Athugasemdir
banner
banner