Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. apríl 2021 11:04
Ívan Guðjón Baldursson
Man City ætlar í Messi og Haaland í sumar
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Páskarnir eru að ganga í garð og er slúðurpakkinn spikfeitur í dag. Það er ekki langt í að félagaskiptaglugginn opnast og við hljótum bara að sjá einhver áhugaverð skipti í sumar, sérstaklega miðað við gífurlegan fjölda stórstjarna sem verða samningslausar.


Manchester City ætlar að krækja í Lionel Messi, 33, og Erling Braut Haaland, 20, í sumar. (Sun)

Paul Pogba, 28, gæti yfirgefið Manchester United í sumar. Juventus hefur mikinn áhuga og gæti látið argentínska snillinginn Paulo Dybala, 27, fylgja með. (Tuttosport)

Tottenham býst við að halda Harry Kane, 27, hjá félaginu. Ef hann verður seldur mun það ekki vera til annars úrvalsdeildarfélags. (Manchester Evening News)

FC Bayern hefur áhuga á Son Heung-min, 28, sem er samningsbundinn Tottenham til 2023 og í viðræðum við félagið um nýjan langtímasamning. (Football Insider)

Chelsea, Man Utd, Juventus og Real Madrid keppast öll um ítalska landsliðsmarkvörðinn Gianluigi Donnarumma, 22, sem verður samningslaus í sumar. (Gianluca Di Marzio)

Barcelona þarf að berjast við Chelsea, Juventus og PSG til að krækja í hollenska landsliðsmanninn Georginio Wijnaldum á frjálsri sölu frá Liverpool í sumar. (Marca)

Spænski sóknarmaðurinn Rodrigo Moreno, 30, segir ekkert vera til í því að hann sé óhamingjusamur hjá Leeds United og vilji snúa aftur í spænska boltann eftir eitt tímabil á Englandi. (Leeds Live)

Crystal Palace ætlar ekki að ræða nýja samninga við leikmenn sína fyrr en eftir tímabilið. Andros Townsend, 29, er meðal leikmanna sem verða samningslausir í sumar. (Talksport)

Michy Batshuayi, 27, segist ekki finna fyrir nægu trausti hjá Crystal Palace. Batshuayi er þar að láni frá Chelsea. (Goal)

Franco Causio, goðsögn hjá Juve, segir að argentínski sóknarmaðurinn Sergio Agüero, sem verður samningslaus í sumar, sé hinn fullkomni sóknarmaður fyrir félagið. (Gazzetta dello Sport)

Carlos Tevez, 37, rennur út á samningi hjá Boca Juniors í sumar og hefur verið orðaður við MLS deildina. (ESPN)

Úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira, 25, er hjá Atletico Madrid að láni frá Arsenal. Þar fær hann lítinn sem engan spiltíma og hefur verið orðaður við félagaskipti til Boca Juniors í sumar. (ESPN)

Lucas Vazquez, 29, ætlar ekki að endurnýja samning sinn við Real Madrid. Hann verður því samningslaus í sumar og hefur vakið athygli frá Chelsea, Man Utd og FC Bayern meðal annars. (ABC)

Nürnberg ætlar að krækja í Christopher Schindler, 30, þegar samningur hans við Huddersfield rennur út í sumar. (Bild)

Sean Dyche er talinn líklegasti arftaki Roy Hodgson hjá Crystal Palace ef Hodgson skrifar ekki undir nýjan samning eftir tímabilið. (90min)

Real Madrid hafnaði fyrirspurn Tottenham um varnarmanninn Miguel Gutierrez, 19. (DefensaCentral)

Man Utd er tilbúið til að bjóða Donny van de Beek, 23, til Juventus í skiptum fyrir Adrien Rabiot, 25. (Tuttosport)

Sevilla ætlar að setja 100 milljón evra verðmiða á framherjann sinn Bryan Gil, 20, sem hefur verið að gera frábæra hluti að láni hjá Eibar. Real Madrid, Barcelona og Arsenal hafa áhuga á Gil. (AS)

Burnley ætlar að kaupa Dael Fry af Middlesbrough í sumar. Hann er 23 ára gamall varnarmaður og kostar 10 milljón pund. (Daily Mail)

Giorgio Chiellini, 36, vill vera áfram hjá Juve eftir að samningur hans rennur út í sumar. Juve á þó eftir að bjóða þessari goðsögn nýjan samning. (Sky Italia)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner