Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 01. apríl 2021 21:27
Victor Pálsson
Mbappe lofar að tjá sig þegar hann tekur ákvörðun
Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, lofar að tjá sig um leið og hann er búinn að taka ákvörðun um eigin framtíð.

Mbappe hefur enn ekki viljað framlengja samning sinn við PSG en hann verður samningslaus á næsta ári.

PSG vill mikið framlengja við leikmanninn sem er talinn einn allra besti sóknarmaður heims þrátt fyrir ungan aldur.

Franskir miðlar spurðu Mbappe út í framtíðina í dag en hann segist enn vera að hugsa sig um.

„Ef það væri eitthvað búið að gerast þá væri ég búinn að tala um það við ykkur,"
sagði Mbappe.

„Auðvitað mun ég tjá mig þegar ég er búinn að taka ákvörðun."
Athugasemdir
banner