Athafnamaðurinn Friðgeir Bergsteinsson verður áfram í teymi KR-inga fyrir komandi tímabil en þetta kemur fram á heimasvæði KR á Facebook.
Friðgeir hefur verið í kringum KR-inga til fjölda ára ásamt því að vera í stuðningsmannasveit Tólfunnar, aðstoðarmaður og rótari hljómsveitarinnar Skítamórals ásamt svo mörgu öðru.
Í febrúar á þessu ári tilkynnti hann á Instagram að hann yrði ekki með KR-ingum í sumar og óskaði liðinu velfarnaðar á komandi tímabili eftir að hafa farið í gegnum undirbúningstímabilið með hópnum.
Nú, aðeins einum og hálfum mánuði síðar, er hann mættur aftur í KR og ætlar að taka slaginn, en þetta var staðfest á heimasvæði KR á Facebook.
„Gleðifréttir! Okkar eini sanni Friðgeir er mættur aftur til leiks í Frostaskjólið. Velkominn - nú má tímabilið fara að byrja,“ segir í tilkynningunni.
Athugasemdir