Stefán Ingi Sigurðarson framherji belgíska liðsins Patro Eisden er í liði vikunnar í næst efstu deild eftir frammistöðu sína gegn Lommel í gær.
Hann byrjaði á bekknum en kom inn á þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk og innsiglaði 3-0 sigur liðsins.
Hann hefur skorað sex mörk í tuttugu leikjum í deildinni.
Liðið á góða möguleika á að komast upp um deild en tvö efstu liðin fara beint upp. Liðið er í 5. sæti stigi á eftir Lommel sem situr í 2. sæti deildarinnar.
Athugasemdir