Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 01. apríl 2024 17:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stefán Ingi í liði vikunnar eftir frábæra innkomu
Mynd: Aðsend

Stefán Ingi Sigurðarson framherji belgíska liðsins Patro Eisden er í liði vikunnar í næst efstu deild eftir frammistöðu sína gegn Lommel í gær.


Hann byrjaði á bekknum en kom inn á þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk og innsiglaði 3-0 sigur liðsins.

Hann hefur skorað sex mörk í tuttugu leikjum í deildinni.

Liðið á góða möguleika á að komast upp um deild en tvö efstu liðin fara beint upp. Liðið er í 5. sæti stigi á eftir Lommel sem situr í 2. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner