Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
   mán 01. apríl 2024 18:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wilcox hættir hjá Southampton - Vill fara til Man Utd
Mynd: Getty Images

Jason Wilcox hefur sagt upp störfum hjá Southampton en hann vill fara til Manchester United. Frá þessu greinir Fabrizio Romano.


Wilcox gengdi stöðu yfirmanns fótboltamála hjá Southampton en Man Utd vill ráða hann í störf bakvið tjöldin (e. Technical director).

Viðræður hafa átt sér stað en United er talið hafa boðið Southampton því sem samsvarar árslaunum Wilcox en United telur það vera riftunarákvæðið í samningi hans.

Sky Sports greinir frá því að Southampton hefur verið mjög ósátt við framgang United í viðræðunum og vill ekki kannast við þetta ákvæði.

Southampton er í harðri baráttu í Championship deildinni um að komast upp í úrvalsdeildina og metur starf Wilcox mikils og vildi halda honum.


Athugasemdir
banner
banner