Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 01. maí 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Held samt að menn séu að renna pínu blint í sjóinn með spána"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei spáin kemur mér ekki á óvart. Það er erfitt að segja af hverju okkur er spáð 5. sæti. Vorum að koma niður og einhverjar mannabreytingar hafa orðið á liðinu. Held samt að menn séu að renna pínu blint í sjóinn með spána meðal annars vegna þeirra aðstæðna sem eru í gangi," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, þegar hann var beðinn um viðbrögð eftir að hans liði var spáð 5. sæti í 2. deild í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 5. sæti

Hvernig líst þér á deildina í heild sinni? Mikil breyting fyrir Magna að vera í 2. deild eftir nokkur ár í næstefstu deild?

„Líst vel á deildina. Held að hún eigi eftir að verða jöfn og skemmtileg. Allir geta unnið alla held ég."

Hver eru markmið Magna í sumar?

„ Við munum setjast niður fljótlega og setja okkur markmið fyrir sumarið."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá menn inn?

„Leikmannahópurinn er að fara verða klár. Möguleiki að við bætum eitthvað við áður en tímabilið hefst." (sagt fyrir styrkinguna í vikunni)

Spennandi að mæta KF og Völsungi í nágrannaslögum?

„Alltaf gaman að spila við lið í nágrenninu," sagði Svenni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner