Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho er á bekknum hjá Manchester United er liðið mætir Tottenham Hotspur í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bilbao klukkan 19:00 í kvöld.
Nokkrar mínútur eru liðnar frá því að byrjunarliðið var tilkynnt og kom á óvart að Manuel Ugarte og Garnacho væru ekki í liðinu.
Samuel Luckhurst hjá Manchester Evening News segir að færsla Garnacho í Instagram-sögu sinni í dag hafi verið augljós ummerki um hans álit á byrjunarliðinu.
Garnacho birti þar tvær myndir af því þegar hann skoraði gegn Manchester City í úrslitum enska bikarsins á síðustu leiktíð til að minna á mikilvægi sitt.
„Garnacho hefur greinilega ekki tekið þessu vel þar sem hann hefur komið með aðra passíf-aggresífa færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann minnir á markið hans í úrslitaleik enska bikarsins á síðustu leiktíð,“ sagði Luckhurst á X.
Mason Mount er í liðinu hjá United en hann skoraði tvö mörk í seinni undanúrslitaleiknum gegn Athletic og skoraði þá einnig gegn Brentford í deildinni.
Garnacho on Instagram ???? pic.twitter.com/1sF7Qr9v2r
— utdreport (@utdreport) May 21, 2025
Athugasemdir