Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   mið 21. maí 2025 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Maddison: Auðvitað er maður í rusli yfir þessu
James Maddison
James Maddison
Mynd: EPA
James Maddison, leikmaður Tottenham, er í algeru rusli yfir því að geta ekki spilað gegn Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinanr í Bilbao í kvöld, en hann ræddi við TNT Sports rétt fyrir leik.

Englendingurinn meiddist undir lok tímabils og var þá ljóst að hann yrði ekki með liðinu í þessum leik.

Maddison, Lucas Bergvall og Dejan Kulusevski missa allir af stærsta leik tímabilsins, en Maddison segist viðurkenna það fúslega að hann sé vonsvikinn og leiður yfir því að geta ekki hjálpað liðinu í kvöld.

„Auðvitað er það erfitt. Maður finnur nú þegar andrúmsloftið hér og þetta eru leikirnir sem þú vilt taka þátt í. Ég er í rusli yfir því að missa af þessu.“

„Mér fannst ég hafa gert mjög vel í þessari Evrópubaráttu og var stór hluti af því en það er mjög erfitt að vera kominn alla þessa leið og ekki geta spilað.“

„Síðustu daga hef ég reynt að ýta þessu til hliðar og reynt að vera til staðar fyrir strákana sem einn af eldri leikmönnum liðsins og reyna að koma þeim í besta gírinn,“
sagði Maddison.
Athugasemdir
banner
banner