Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
   mið 21. maí 2025 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo skoraði og klúðraði víti í síðasta heimaleiknum
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði 935. mark sitt á ferlinum er Al Nassr vann 2-0 sigur á Al Khaleej í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ronaldo gat komið Al Nassr í forystu þegar tæpur hálftími var eftir er liðið fékk vítaspyrnu en hann skaut boltanum í stöng.

Hann bætti upp fyrir það í uppbótartíma þegar liðið fékk annað víti og setti hann boltann í sama horn nema í þetta sinn fór boltinn í stöng og inn.

Markavélin er nú aðeins 65 mörkum frá því að ná markmiði sínu, sem er að skora þúsund mörk á ferlinum.

Ronaldo er markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk, þremur meira en Karim Benzema, Ivan Toney og Abderrazak Hamdallah, þegar ein umferð er eftir.


Athugasemdir
banner