Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son er ekki í byrjunarliði Tottenham gegn Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld, en Sam Blitz hjá Sky Sports segir það ekki endilega vera neikvætt fyrir Lundúnaliðið.
Son hefur verið í basli með leikform á tímabilinu og aðeins byrjað einn leik síðasta mánuðinn.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, ákvað að hafa hann á bekknum í dag en hann mun væntanlega koma inn á þegar líður á leikinn.
„Stór ákvörðun hjá Ange Postecoglou að hafa Heung-Min Son, fyrirliða liðsins, á bekknum. Það er hægt að álykta að hann sé ekki klár í að byrja, en hann hefur aðeins byrjað einn leik síðan 10. apríl.“
„Það að Son sé ekki upp á sitt besta er annað högg fyrir sköpunarkraft Tottenham sem er einnig án James Maddison og Dejan Kulusevski. Það þýðir að liðið er án 30 prósent af færasköpun liðsins í úrslitaleiknum.“
„Tottenham getur lært af sögunni. Munið þegar Harry Kane var í basli með að koma sér í stand fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019? Hann byrjaði og hafði nánast engin áhrif á leikinn. Ange hefur valið þá menn sem hann telur skarpasta í verkið.“
„Þetta þýðir að það mun liggja mikil ábyrgð á hægri bakverðinum Pedro Perro þegar það kemur að færasköpun, alla vega þangað til Son kemur inn á,“ sagði Blitz á Sky.
Athugasemdir