Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   fim 01. júní 2023 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Ariela Lewis allt í öllu í stórsigri Gróttu á Fram
watermark Ariela Lewis (t.v.) skoraði þrennu og lagði upp tvö
Ariela Lewis (t.v.) skoraði þrennu og lagði upp tvö
Mynd: Grótta / Eyjólfur Garðarsson
Fram 1 - 6 Grótta
0-1 Hannah Abraham ('1 )
0-2 Ariela Lewis ('13 )
0-3 Ariela Lewis ('32 )
0-4 Birgitta Hallgrímsdóttir ('60 )
0-5 Ariela Lewis ('62 )
1-5 Ylfa Margrét Ólafsdóttir ('75 )
1-6 María Lovísa Jónasdóttir ('85 )
Lestu um leikinn

Grótta trónir á toppnum í Lengjudeild kvenna eftir að liðið kjöldró Fram, 6-1, í Úlfarsárdal í dag.

Hannah Abraham skoraði fyrsta mark Gróttu eftir tæpa hálfa mínútu eftir að Ariela Lewis lagði boltann á Hönnuh Abraham sem stýrði honum í netið.

Framarar voru í alls konar veseni í byrjun leiks. Þóra Rún Óladóttir, markvörður Fram, gaf annað marki á silfurfati. Hún ætlaði að hreinsa boltanum frá en það vildi ekki betur en svo að boltinn fór beint á Arielu sem vippaði boltanum yfir Þóru og í netið.

Ariela gerði þriðja markið á 32. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf Arnfríðar.

Birgitta Hallgrímsson skoraði fjórða markið á 60. mínútu og auðvitað var það Ariela sem lagði það upp en hún sendi Birgittu í gegn sem kláraði svo framhjá Þóru í markinu.

Ariela fullkomnaði leik sinn með að gera þriðja mark sitt tveimur mínútum síðar. Lovísa Davíðsdóttir Scheving fékk allan tímann í heiminum til að athafna sig, lagði boltann á Arielu sem fullkomnaði þrennuna.

Ylfa Margrét Ólafsdóttir gerði eina mark Fram í leiknum á 75. mínútu áður en María Lovísa Jónasdóttir rak síðasta naglann í kistu Framara fimm mínútum fyrir leikslok.

Grótta er á toppnum með 12 stig eftir fimm leiki en Fram í 9. sæti með 1 stig.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 18 12 3 3 54 - 24 +30 39
2.    Fylkir 18 12 2 4 53 - 24 +29 38
3.    HK 18 11 2 5 45 - 26 +19 35
4.    Grótta 18 10 3 5 55 - 33 +22 33
5.    Afturelding 18 8 5 5 36 - 29 +7 29
6.    Grindavík 18 8 4 6 39 - 38 +1 28
7.    Fram 18 6 4 8 27 - 35 -8 22
8.    FHL 18 5 3 10 35 - 44 -9 18
9.    KR 18 3 1 14 22 - 54 -32 10
10.    Augnablik 18 1 1 16 19 - 78 -59 4
Athugasemdir
banner
banner
banner