Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr í Sádi-Arabíu, verður áfram hjá félaginu á næsta tímabili.
Hálft ár er síðan Ronaldo gekk í raðir félagsins á frjálsri sölu og gerði tveggja og hálfs árs samning.
Ronaldo skoraði 14 mörk og lagði upp tvö í sextán leikjum í úrvalsdeildinni í Sádi-Arabíu.
Hann verður áfram hjá liðinu á næstu leiktíð og hefur hann staðfest þær fregnir.
„Ég er ánægður og vil halda áfram hérna og það er nákvæmlega það sem ég mun gera. Lífið er mjög gott og deildin sömuleiðis. Stóru leikmennirnir eru allir velkomnir og ef það gerist verður deildin sterkari,“ sagði Ronaldo.
Lionel Messi og Karim Benzema hafa báðir verið orðaðir við deildina og talið afar líklegt að þeir verði keppinautar Ronaldo á komandi leiktíð.
Athugasemdir