
,,Þetta var frábær sigur eftir að hafa tapað nokkrum leikjum og klárað síðasta leikinn fyrir langa fríið 3-0, það var ótrúlegt," sagði Marcia Rosa Silva sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld þegar Afturelding vann 3-0 sigur á HK/Víkingi í Pepsi-deild kvenna.
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 0 HK/Víkingur
,,Þetta var síðasti fótboltaleikurinn minn og ég ákvað að ljúka ferlinum með því að spila fyrir Aftureldingu. Að ljúka á sigri var ótrúlegt."
,,Ég er að verða gömul, og vil verða þjálfari í Bandaríkjunum svo ég get ekki komið öll sumur til að spila á Íslandi. Ég ákvað að koma í sumar til að hjálpa Aftureldingu, ég elska þetta félag og elska Ísland og vildi spila minn síðasta leik hér."
Nánar er rætt við Marcia í sjónvarpinu hér að ofan en John Andrews þjálfari hennar ruddist inn í viðtalið og hellti vatni yfir hana og hún hélt í kjölfarið dásemdaræðu um félagið.
Athugasemdir