banner
   mið 01. júlí 2020 19:08
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór Ingvi og Ísak Bergmann léku fyrir toppliðin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason kom inn af bekknum í 1-0 sigri Malmö gegn Djurgården í sænska boltanum í dag.

Arnór Ingvi kom inn í hálfleik þegar heimamenn voru þegar komnir með yfirhöndina og leiddu 1-0.

Bæði lið fengu fín færi eftir leikhlé en inn vildi boltinn ekki og er Malmö með níu stig eftir fimm umferðir, í öðru sæti fjórum stigum eftir toppliði Norrköping.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék fyrstu 88 mínúturnar er Norrköping rétt náði jafntefli gegn Elfsborg.

Elfsborg tók forystuna í fyrri hálfleik en heimamenn tóku öll völd á vellinum eftir leikhlé. Það gekk þó illa að skora og leit jöfnunarmarkið ekki dagsins ljós fyrr en í uppbótartíma.

Varnarmaðurinn Rasmus Lauritsen jafnaði fyrir Norrköping og bætti þannig upp fyrir sjálfsmarkið sem hann skoraði í fyrri hálfleik.

Malmö 1 - 0 Djurgården
1-0 Anders Christiansen ('43)

Norrköping 1 - 1 Elfsborg
0-1 Rasmus Lauritsen ('34, sjálfsmark)
1-1 Rasmus Lauritsen ('92)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner