Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. ágúst 2021 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Messi ekki velkominn á æfingasvæði Barcelona
Mynd: Getty Images
Samningur Lionel Messi við Barcelona rann út 1. júlí síðastliðinn.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum en félagið reynir allt til þess að semja við Messi.

Það hefur verið talið að hann muni skrifa undir nýjan 5 ára samning en það er ekkert í höfn ennþá, hann þurfi að taka á sig 50% launalækkun sem hann er ekki tilbúinn að gera.

Hann er í fríi núna eftir að hafa unnið Copa America með argentíska landsliðinu. Forráðamenn Barcelona segja að þegar Messi klárar fríið muni hann ekki fá að æfa með félaginu fyrr en hann hefur skrifað undir nýjan samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner