Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. ágúst 2021 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Það sem gerðist í Manchester verður eftir í Manchester"
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan og Jose Mourinho eru sameinaðir á ný en Mourinho tók við Roma í sumar en hann þjálfaði Mkhitaryan hjá Man Utd.

Mkhitaryan var einn af fyrstu leikmönnunum sem Mourinho fékk til United er hann kom til félagsins frá Dortmund á rúmar 26 milljónir punda. Hann olli vonbrigðum hjá United og var farinn til Arsenal 18 mánuðum síðar.

Það voru sögusagnir um að þeir hafi ekki náð vel saman hjá United en það stoppaði ekki Mkhitaryan frá því að skrifa undir eins árs samning við Roma eftir að Mourinho tók við.

„Það sem gerðist í Manchester verður eftir í Manchester," sagði Mkhitaryan um tímann sinn hjá United undir stjórn Mourinho.

„Við spjölluðum eins og fullorðið fólk, við viljum báðir það sama, að vinna eitthvað með Roma. Það er það eina sem skiptir máli í ár. Hann er sama manneskjan en hann er með meiri löngun í að vinna en hjá United. Þjálfari eins og hann gefst aldrei upp, hann vill alltaf vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner