Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. ágúst 2022 13:21
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd þarf að borga með Telles til að losna við hann
Mynd: Getty Images

Alex Telles er meðal þeirra leikmanna sem Erik ten Hag telur sig ekki hafa not fyrir hjá Manchester United og er brasilíski bakvörðurinn til sölu.


Það eru ekki mörg félög sem virðast reiðubúin til að kaupa Telles vegna hárra launakrafa og því er líklegt að Man Utd muni lána hann út og þurfa að borga hluta af launum hans í leiðinni.

Fjölmiðlar á Spáni segja að Sevilla sé meðal tveggja til þriggja áhugasamra félaga en stórveldið Porto, fyrrum félag Telles, hafi ekki áhuga.

Eins og staðan er í dag er mikið af vinstri bakvörðum í leikmannahópi Man Utd. Tyrell Malacia og Lisandro Martinez eru komnir til félagsins en Luke Shaw og Brandon Williams voru þar fyrir ásamt Telles.


Athugasemdir
banner
banner
banner