Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 01. ágúst 2022 14:14
Ívan Guðjón Baldursson
Marcus Tavernier til Bournemouth (Staðfest)
Tavernier er öflugur miðjumaður sem gæti verið í lykilhlutverki í sumar.
Tavernier er öflugur miðjumaður sem gæti verið í lykilhlutverki í sumar.
Mynd: Getty Images

Bournemouth er búið að festa kaup á Marcus Tavernier frá Middlesbrough fyrir 12,5 milljónir punda.


Tavernier er 23 ára miðjumaður með 23 leiki að baki fyrir U19 og U20 landslið Englands.

Hann var lykilmaður í liði Middlesbrough á síðustu leiktíð og er Chris Wilder stjóri svekktur með að sjá einn af sínum bestu leikmönnum skipta um félag.

Tavernier er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Bournemouth og er þriðji leikmaðurinn til að ganga til liðs við Scott Parker og félaga í sumar eftir Joe Rothwell og Ryan Fredericks sem komu frítt.

Tavernier er fjölhæfur miðjumaður sem er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið á miðri miðjunni eða hægri kanti. Hann skoraði fimm og gaf fimm stoðsendingar í 44 leikjum á síðustu leiktíð í Championship deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner