Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 01. ágúst 2022 17:15
Ívan Guðjón Baldursson
Norrköping vinnur í að fá Arnór Ingva til baka
Arnór er 29 ára gamall og hefur skorað 5 mörk í 44 landsleikjum.
Arnór er 29 ára gamall og hefur skorað 5 mörk í 44 landsleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sænski miðillinn Expressen greinir frá því að IFK Norrköping vinnur hörðum höndum að því að fá Arnór Ingva Traustason aftur til félagsins frá New England Revolution í Bandaríkjunum.


Expressen segir að Norrköping sé búið að ná munnlegu samkomulagi um samningsmál við Arnór Ingva en það eigi eftir að finna sameiginlega lausn með New England.

Arnór Ingvi lék fyrir Norrköping frá 2014 til 2016 og lék fyrir Rapid í Vínarborg, AEK í Aþenu og Malmö í Svíþjóð allt þar til hann flutti til Bandaríkjanna í mars í fyrra.

Arnór Ingvi á hálft ár eftir af samningi sínum við New England en félagið hefur rétt á að framlengja samninginn um eitt ár.

Arnóri hefur ekki gengið sérlega vel á yfirstandandi tímabili og er aðeins með eina stoðsendingu í sautján leikjum. Hann er ekki með fast byrjunarliðssæti og kemur yfirleitt inn af bekknum.

Tony Martinsson, yfirmaður íþróttamála hjá Norrköping, kaus að tjá sig ekki þegar hann var aðspurður um málið.


Athugasemdir
banner
banner
banner