Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 01. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Liverpool vann Arsenal og Man Utd lagði Betis
Rashford skoraði í nótt
Rashford skoraði í nótt
Mynd: EPA

Nú eru um tvær vikur þangað til flautað verði til leiks í ensku úrvalsdeildinni og eru því liðin á fullu í undirbúningnum.


Liverpool og Arsenal áttust við í gærkvöldi í Fíladelfíu í gærkvöldi. Liverpool náði 2-0 forystu en Harvey Elliott lagði upp bæði mörkin með laglegum sendingum í gegnum vörn Arsenal. Mohamed Salah skoraði fyrra markið og Fabio Carvalho það seinna.

Kai Havertz minnkaði muninn fyrir lok fyrri hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki.

Man Utd komst í 3-1 gegn Real Betis í Californíu í nótt. Marcus Rashford, Amad DIallo og Casemiro skoruðu mörkin. Betis náði að klóra í bakkann en nær komust þeir ekki. 3-2 sigur Man Utd staðreynd.

Það var stórleikur í Chicago þegar AC MIlan og Real Madrid áttust við. Bæði lið mættu til leiks með nokkuð sterk byrjunarlið en eina mark leiksins skoraði Samuel Chukwueze fyrir MIlan eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.

Crystal Palace lagði Wolves 3-1 og Aston Villa tapaði gegn RB Leipzig 2-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner