Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 01. ágúst 2024 15:24
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Stjörnunnar gegn Paide: Tvær breytingar
Óli Valur er ekki í hóp.
Óli Valur er ekki í hóp.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Klukkan 16:30 hefst leikur Stjörnunnar og eistneska liðsins Paide í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Um seinni leik liðanna er að ræða en Stjarnan leiðir 2-1 eftir fyrri leikinn. Leikurinn fer fram í kvöld á Pärnu Rannastaddion vellinum í suðvestur hluta Eistlands.

Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er búinn að velja byrjunarliðið sitt.


Lestu um leikinn: Paide 4 -  0 Stjarnan

Hann gerir tvær breytingar frá fyrri leiknum gegn Paide. Þórarinn Valdimarsson og Hilmar Árni Halldórsson koma inn í liðið. Heiðar Ægisson og Óli Valur Ómarsson eru þeir sem byrja ekki í dag eftir að hafa byrjað fyrri leikinn en þeir eru ekki í hóp Stjörnunnar. En Jökull staðfesti að þeir, ásamt þremur öðrum, gætu ekki verið með Stjörnunni í dag.


Byrjunarlið Paide:
99. Ebrima Jarju (m)
2. Michael Lilander
6. Patrik Kristal
8. Henrik Ojamaa
14. Robi Saarma
16. Predrag Medic
20. Abdoulie Ceesay
23. Milan Delevic
27. Nikita Baranov
29. Joseph Saliste
41. Daniel Luts

Byrjunarlið Stjarnan:
13. Mathias Rosenörn (m)
0. Þórarinn Ingi Valdimarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
10. Hilmar Árni Halldórsson
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Athugasemdir
banner
banner
banner