Óttar Magnús Karlsson hefur sterklega verið orðaður í burtu frá ítalska félaginu Venezia í sumar. Nokkur félög hafa sýnt honum áhuga en ef marka má ítalska fjölmiðla verður lendingin sú að SPAL kaupir hann af Venezia.
Með því lýkur fjögurra ára veru Óttars hjá feneyska félaginu. Þar hefur Óttar nánast ekkert fengið að spila - keppnisleikirnir einungis átta talsins.
Með því lýkur fjögurra ára veru Óttars hjá feneyska félaginu. Þar hefur Óttar nánast ekkert fengið að spila - keppnisleikirnir einungis átta talsins.
Óttar kom frá Víkingi haustið 2020 og spilaði hann sjö deildarleiki og einn bikarleik á sínu fyrsta tímabili hjá Venezia og var bekkjarsetan talsverð.
Svo tóku við þrjú ár af lánssamningum Óttar fyrst á láni til Siena, næst Oaklandd Roots, svo Virtus Francavilla og loks Vis Pesaro á síðasta tímabili.
SPAL er í C-deildinni á Ítalíu, endaði þar um miðja deild á síðasta tímabili. Íslenski framherjinn er samningsbundinn Venezia fram á næsta sumar og SPAL er að kaupa hann lausan.
Óttar Magnús er 27 ára. Hann á að baki ellefu landsleiki og í þeim hefur hann skorað tvö mörk.
Athugasemdir