Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. september 2022 19:22
Ívan Guðjón Baldursson
Sænski bikarinn: Arnór skoraði í fjórða leiknum í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnór Sigurðsson skoraði í 0-2 sigri Norrköping gegn Taby í sænska bikarnum í dag.


Arnór, sem er nýlega genginn aftur í raðir Norrköping, skoraði seinna markið í sigrinum á 50. mínútu. Þetta er fjórði leikurinn í röð sem Arnór skorar.

Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen eru þá úr leik eftir að Elfsborg tapaði óvænt fyrir C-deildarliði Oskarhamn.

Óli Valur Ómarsson og Aron Bjarnason eru komnir áfram eftir sigur Sirius gegn Sandviken og að lokum unnu Jón Guðni Fjóluson og félagar í Hammarby gegn Nyköping.

Oskarhamn 1 - 0 Elfsborg
1-0 K. Masangane ('27)
Rautt spjald: E. Boateng, Elfsborg ('84)

Sandviken 0 - 2 Sirius
0-1 Christian Kouakou ('73)
0-2 Christian Kouakou ('79)

Nyköping 1 - 2 Hammarby
0-1 M. Fenger ('8, víti)
0-2 Alen Ahmetovic ('53, sjálfsmark)
1-2 Enis Ahmetovic ('77)


Athugasemdir
banner
banner
banner