Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. október 2020 16:49
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendur leyfðir á komandi landsleikjum - Mun færri en Laugardalsvöllur rúmar
Icelandair
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur tilkynnt að takmarkaður fjöldi áhorfenda verði heimilaður á landsleikjum í október.

Hámarksfjöldi áhorfenda á hverjum leik miðast við 30% af heildarsætafjölda viðkomandi leikvangs, en þó með hliðsjón af hámarksfjölda samkvæmt lögum og reglum í hverju landi, auk þess sem þessi heimild gerir ráð fyrir umfangsmiklum sóttvörnum á hverjum leikvangi samkvæmt nýútgefnum reglum UEFA.

Ekki er gert ráð fyrir stuðningsmönnum gestaliða sérstaklega. Frekari upplýsinga er að vænta frá UEFA.

Fram kemur á heimasíðu KSÍ að sambandið vinni nú að undirbúningi leikjanna og útfærslu sóttvarnarhólfa í samræmi við fjöldatakmarkanir og verða nánari upplýsingar um miðasölu, aðgengismál, sóttvarnir og fleira gefnar út eins fljótt og mögulegt er.

Ekki er enn alveg ljóst hversu mörgum áhorfendum verður hægt að hleypa inn á Laugardalsvöll en það þarf að hólfa völlinn niður. Núgildandi samkomutakmarkanir á Íslandi miðast við 200 manns. Laugardalsvöllur tekur um 10 þúsund áhorfendur en ljóst er að mun færri en það munu geta mætt á völlinn.

Það eru þrír leikir á Laugardalsvelli hjá karlalandsliðinu í október. Ísland mun mæta Rúmeníu í umspili fyrir EM alls staðar eftir viku og svo leika gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Leikirnir á Laugardalsvelli
Fimmtudagur 8. október - Rúmenía (Umspil)
Sunnudagur 11. október - Danmörk (Þjóðadeildin)
Miðvikudagur 14. október - Belgía (Þjóðadeildin)
Athugasemdir
banner
banner
banner