Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   fim 01. október 2020 09:20
Elvar Geir Magnússon
Allan á meiðslalista Everton - Lítilsháttar meiðsli hjá Richarlison
Miðjumaðurinn Allan hjá Everton meiddist í deildabikarsigrinum gegn West Ham í gær. Hann var tekinn af velli á 69. mínútu en márameiðsli virtust vera að hrjá hann.

Sóknarleikmaðurinn Richarlison og varnarmaðurinn Jonjoe Kenny meiddust einnig hjá Everton í leiknum.

„Richarlison sneri ökkla, það er ekki svo slæmt. Við þurfum að sjá til með meiðslin hjá Allan og Jonjoe. Richarlison gæti verið klár á laugardag. Það er snúnara með Allan og Kenny," segir Carlo Ancelotti, stjóri Everton.

Everton mætir Brighton á Goodison Park á laugardag en liðið vonast til að halda áfram á sigurbraut. Everton hefur unnið alla þrjá leiki sína.

Allan, sem er 29 ára Brasilíumaður, kom til Everton frá Napoli í sumar og hefur farið virkilega vel af stað í nýju félagi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner