Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 01. október 2020 19:45
Ívan Guðjón Baldursson
Shaqiri ekki með gegn Arsenal vegna áhuga frá Ítalíu
Dvöl Xherdan Shaqiri hjá Liverpool gæti verið á enda en hann er ekki í leikmannahópi liðsins í leik gegn Arsenal í enska deildabikarnum.

Svissneski kantmaðurinn er ekki í hóp vegna áhuga frá tveimur félögum sem vilja ganga frá kaupunum. Liverpool vill 20 milljónir punda fyrir.

Shaqiri spilaði síðast í 7-2 sigri Liverpool gegn Lincoln í deildabikarnum og átti frábæran leik.

Shaqiri er 28 ára gamall og hefur spilað 42 leiki á rúmum tveimur árum í Liverpool.

Annað félaganna sem hefur áhuga spilar í Serie A. Shaqiri var eftirsóttur af Lazio og Sevilla í janúar.
Athugasemdir
banner