Inzaghi og Southgate orðaðir við Man Utd - Arsenal og Real vilja ungan Brassa - Barcelona og PSG vilja Greenwood
   þri 01. október 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvar er Ravel Morrison í dag?
Ravel Morrison.
Ravel Morrison.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Ravel Morrison var að taka næsta skref á fótboltaferli sínum. Hann er mættur í þriðju deildina í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Morrison var að semja við félag sem heitir Precision FC. „Þetta eru meira en bara félagaskipti. Þetta er yfirlýsing og leikbreytir fyrir bæði félagið okkar og fótboltann í landinu," sagði í Instagram færslu frá Precision.

Morrison er 31 árs gamall miðjumaður sem þótti eitt sinn einn efnilegasti fótboltamaður heims.

Hann var eitt sinn í akademíu Manchester United og þá var mikið talað um hæfileika hans. Miðað við það sem hefur verið sagt um hann, þá hefði Morrison getað orðið einn besti fótboltamaður í heimi en það hefur ekki mikið ræst úr ferli hans - allavega ekki miðað við það sem var sagt um hann á sínum tíma.

Þegar hann var 14 ára gamall sagði Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri Manchester United, að Morrison væri einn hæfileikaríkasti leikmaður sem hann hefði séð á því aldursbili. En Morrison spilaði bara þrjá aðalliðsleiki með Man Utd áður en hann fór til West Ham árið 2012.

Sir Alex sagði að Morrison hefði verið betri en Wayne Rooney, Rio Ferdinand og Ryan Giggs sem ungur leikmaður, en hausinn var ekki rétt skrúfaður á.
Athugasemdir
banner
banner