Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 01. október 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn Man Utd búast við brottrekstri
Mynd: EPA

Það er orðið ansi heitt sætið undir Erik ten Hag stjóra Man Utd eftir tap liðsins gegn Tottenham um helgina.


Sky Sports greindi frá því að það væru engin áform um að reka hann þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu en liðið er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá Meistaradeildarsæti.

Daily Mail greinir hins vegar frá því að leikmenn félagsins séu orðnir hræddir um að hann verði rekinn. Hann fær þó stuðning frá leikmönnum en samt sem áður eru einhverjir sem telja að hann sé ekki maðurinn sem geti stöðvað lekann.

Hann er á sínu þriðja tímabili með liðið en það voru vangaveltur innan félagsins að láta hann fara í sumar en hann var á endanum áfram.


Enski boltinn - Nú hljóta þeir að reka Ten Hag og Palmer sjóðheitur
Athugasemdir
banner
banner
banner