Mbappe bræðurnir, Ethan og Kylian, munu ekki mætast í Meistaradeildinni eins og vonast hafði verið til.
Báðir skiptu þeir um félög í sumar; Kylian fór til Real Madrid og Ethan fór til Lille. Þeir voru samherjar hjá Paris Saint-Germain síðustu tímabil.
Real Madrid og Lille drógust saman í Meistaradeildinni en núna er það ljóst að þeir munu ekki mætast þegar liðin eigast við á morgun.
Ethan er illa meiddur eftir að hafa rifið vöðva í síðasta deildarleik gegn Le Havre. Hann verður frá í nokkrar vikur.
Kylian hefur verið að glíma við meiðsli en hann er í leikmannahópnum fyrir leikinn sem fer fram á morgun. Hákon Arnar Haraldsson er í Lille en hann er meiddur.
Athugasemdir