Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   fim 18. desember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn Flamengo setja pressu á Neymar
Mynd: EPA
Neymar hefur náð munnlegu samkomulagi við Santos um að framlengja samningnum um ár til viðbótar. Þetta kemur fram á spænska miðlinum Marca.

Það er hins vegar áhugi á honum annars staðar frá og ekkert í höfn eins og staðan er í dag. Flamengo hefur m.a. áhuga og það kemur fram á Marca að leikmenn Flamengo hafi rætt við Neymar til að reyna sannfæra hann um að semja við liðið.

Neymar gekk til liðs við Santos í janúar en meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Hann stefnir á að fara með brasilíska landsliðinu á HM næsta sumar en hann er á meiðslalistanum eins og staðan er í dag.

Santos var í mikilli fallbaráttu en lauk tímabilinu vel og endaði um miðja deild. Neymar spilaði 30 leiki, skoraði 11 mörk og lagði upp 4.
Athugasemdir
banner