Hinn 18 ára gamli Daði Berg Jónsson kom inn á í lok leiks Vals og Víkings á sunnudag og lagði upp sigurmark Víkings um tíu mínútum síðar.
Rætt var um Daða í Innkastinu þar sem umferðin í Bestu deildinni var gerð upp. Sigurmark Tarik Ibrahimagic var dýrmætt fyrir Víkinga því liðið er áfram í efsta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir og dugir að fá sjö stig í síðustu þremur leikjunum til að landa Íslandsmeistaratitlinum.
Rætt var um Daða í Innkastinu þar sem umferðin í Bestu deildinni var gerð upp. Sigurmark Tarik Ibrahimagic var dýrmætt fyrir Víkinga því liðið er áfram í efsta sæti þegar þrjár umferðir eru eftir og dugir að fá sjö stig í síðustu þremur leikjunum til að landa Íslandsmeistaratitlinum.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 3 Víkingur R.
„Það var virkilega vel gert hjá honum," sagði Valur Gunnarsson um undirbúning Daða.
„Víkingur er að fá framlag frá fleiri leikmönnum og hann er eitt dæmi um það," sagði Guðmundur Aðalsteinn.
„Ég var Valsmeginn í stúkunni og þegar hann kom inn á þá voru menn í kringum mig að velta fyrir sér hver þetta væri. Átján ára strákur, mjög flott innkoma, leggur upp sigurmarkið," sagði Elvar Geir.
„Þú þarft að vera ansi góður 18 ára leikmaður til að komast í þennan hóp," sagði Guðmundur.
„Þú þarft líka að vera með gott 'system' og vel þjálfað lið til að menn geti bara dottið inn í hlutverkin sín inn á vellinum, liggur við sama hver er," sagði Valur.
Athugasemdir