Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   mán 30. september 2024 13:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
18 ára lagði upp sigurmark Víkings - Þarf að skrá sig veikan næstu daga
Daði hefur komið skemmtilega inn í Víkingsliðið.
Daði hefur komið skemmtilega inn í Víkingsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék á dögunum sína fyrstu unglingalandsleiki.
Lék á dögunum sína fyrstu unglingalandsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tarik skoraði eftir sendingu frá Daða.
Tarik skoraði eftir sendingu frá Daða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Litinn hornauga þegar ég ræði námið'
'Litinn hornauga þegar ég ræði námið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
55% raunmæting.
55% raunmæting.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er náttúrulega gaman að fá alvöru mínútur í alvöru leik. Ég kem inn á til að reyna breyta einhverju. Maður þarf alltaf að vera klár þegar kallið kemur," segir Daði Berg Jónsson, leikmaður Víkings, við Fótbolta.net.

Daði kom inn á sem varamaður hjá Víkingi þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í stórleiknum gegn Val í gær. Daði átti mjög góða tilraun undir lok leiks sem Frederik Schram í marki Vals náði að verja.

Í kjölfarið átti Daði svo öflugan sprett vinstra megin í teig Vals, komst að endalínu, sneri sér svo við og fann Tarik Ibrahimagic sem tryggði Víkingi 2-3 endurkomu sigur með marki í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  3 Víkingur R.

„Það er alltaf gaman að vinna Val og gaman að geta lagt sitt af mörkum."

„Ég fékk bara þau skilaboð að við þyrftum að sækja þrjú stig. Ég kem með því hugarfari inn á að ég ætlaði að setja sigurmarkið, það tókst ekki því miður, en ég allavega náði að leggja það upp."

„Þetta var sturlað augnablik, sérstaklega fyrir Tarik. Hann er frekar nýr í hópnum og hefur stimplað sig allrækilega inn. Það er geggjað að mæta á Hlíðarenda, taka þrjú stig, og sérstaklega á svona dramatískan hátt."

„Fögnuðurinn var sturlaður, þetta er áfram í okkar höndum og við eigum tæknilega séð þetta aukastig á Blikana út af markatölunni. Úrslitakeppnin var sett upp svo þetta yrði spennandi. Við erum bara spenntir. Næst er það bara flug til Kýpur í nótt og leikur á fimmtudaginn."


Þarf að passa upp á mætinguna
Þegar fréttamaður heyrði í Daða var hann í hádegishléi í skólanum. Hann er á þriðja ári á Eðlisfræðibraut í Verslunarskólanum.

Eðlisfræðibraut, það eru ekki margir fótboltamenn í því, er það?

„Nei, ég er alltaf litinn hornauga í klefanum þegar ég fer að ræða námið."

Er vesen að fá frí í skólanum út af Evrópuleikjum?

„Það er hægara sagt en gert, ég er með 55% raunmætingu og þetta er bras, en ég næ þessu alveg. Það er nóg af lærdómi framundan."

Er þetta ekki skráð sem útskýrð fjarvera?

„Ég fór í mitt fyrsta landsliðsverkefni um daginn, fór með U19 til Slóveníu. Þá fær maður skilning. En með þetta og síðustu ferðalög með Víkingum, ég þarf bara að vakna á morgnana og skrá mig veikan. Ég samt fengið góðan slaka frá kennurunum."

Kann að meta traustið
Daði er 18 ára og leikurinn í gær var hans áttundi í deildinni í sumar. Hvernig er að koma inn í lið sem er svona rútínerað og vant að vinna leiki, og fá svona ábyrgðarhlutverk eins og í gær?

„Það er bara geggjað. Maður metur það alveg að fá traustið. Ég er búinn að vinna mér inn fyrir þessu, búinn að æfa á fullu og beðið mjög þolinmóður að bíða eftir kallinu. Maður þarf bara að vera klár þegar kallið kemur, þannig hefur hugarfarið mitt verið. Þetta er geggjaður hópur, raðsigurvegarar og geggjaðir gaurar."

Mætti á eina æfingu hjá Birni Bjartmarz og var seldur
Daði er ekki uppalinn Víkingur. Hann kom til félagsins frá Fram fyrir tímabilið 2022.

„Ég var fyrst í Fjölni, áttum heima í Grafarvogi. Í 6. flokki fluttum við upp í Úlfarsárdal og ég lít á sjálfan mig sem uppalinn Framara. Á eldra ári í 3. flokki skipti ég yfir í Víking."

„Það var kominn tími á eitthvað nýtt, var kominn á endastöð hjá Fram fannst mér og langaði að prófa eitthvað ferskt og nýtt. Pabbi er Víkingur og ég ætlaði að prófa æfingar hjá einhverjum liðum. Svo mætti ég bara á æfingu hjá Víkingi, Björn Bjartmarz var að þjálfa og hann tók mig bara inn. Ég passaði strax vel inn og það var ekki litið til baka eftir það,"
segir Daði.

Eins og hann nefndi sjálfur í viðtalinu fór hann í landsliðsferð fyrr í þessum mánuði. Hann tók þátt í æfingamóti í Slóveníu og skoraði tvö mörk í sínum öðrum leik með U19 landsliðinu í 5-2 sigri á Kasakstan. Hann skoraði sitt fyrsta mark í Bestu deildinni fyrir tveimur vikum í stórsigri Víkings gegn Fylkis.

Framundan hjá Víkingi er leikur gegn Omonoia á Kýpur í Sambandsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner