Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. nóvember 2019 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pique: Griezmann og Messi ná vel saman
Mynd: Getty Images
Ýmsir slúðurmiðlar á Spáni og Frakklandi hafa greint frá því að samband Lionel Messi við Antoine Griezmann sé ekki frábært.

Griezmann er búinn að gera fjögur mörk í níu deildarleikjum frá komu sinni til Barcelona í sumar. Slúðurmiðlar hafa haldið því fram að Griezmann gæti verið áframseldur til PSG í skiptum fyrir Neymar, sem hefur áhuga á að ganga aftur í raðir Barca.

Gerard Pique tjáði sig um þessar sögusagnir í viðtali við Diario AS og sagði samband Messi og Griezmann vera gott.

„Það er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Samband Leo og Antoine er mjög gott, alveg eins og samband Leo við Dembele og aðra leikmenn liðsins. Þeir ná vel saman,"

„Leo og Luis (Suarez) eru eins og bræður. Þó að Leo nái ekki jafn vel við Griezmann og hann gerir við Luis, þá þýðir það ekki að Leo og Griezmann nái ekki vel saman."
Athugasemdir
banner
banner