Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fös 01. nóvember 2024 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Skriniar til Juventus?
Mynd: Getty Images
Juventus á Ítalíu er að skoða þann möguleika að fá Milan Skriniar, varnarmann Paris Saint-Germain, til félagsins í janúarglugganum.

Ítalska félagið er í leit að miðverði eftir að Brasilíumaðurinn Bremer sleit krossband.

Juventus hefur skoðað ýmsa kosti síðustu vikur, meðal annars spænska reynsluboltann Sergio Ramos, en Calciomercato segir aðalskotmarkið klárt fyrir janúargluggann.

Skriniar er þar efstur á blaði en hann gæti snúið aftur í boltann aðeins einu og hálfu ári eftir að hann yfirgaf Inter og gekk í raðir Paris Saint-Germain.

Varnarmaðurinn hefur aðeins spilað 201 mínútu undir stjórn Luis Enrique á þessu tímabili og vonast Juventus til þess að fá hann á láni með möguleika á því að gera skiptin varanleg í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner