Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. desember 2019 12:41
Brynjar Ingi Erluson
West Ham vill Ljungberg - Depay til Liverpool
Powerade
Freddie Ljungberg er eftirsóttur
Freddie Ljungberg er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Memphis Depay gæti farið til Englands
Memphis Depay gæti farið til Englands
Mynd: Getty Images
Það er komið að því allra helsta í slúðrinu á þessum fína sunnudegi en þjálfaramál eru mikið til umræðu.

Watford hefur kallað stjórn félagsins saman og er gert ráð fyrir að þar verður ákveðið að reka Quique Sanchez Flores í annað sinn. (Athletic)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er orðaður við bæði Manchester United og Arsenal en hann þyrfti að hafna peningnum sem hann fékk í starfslokasamningnum við Tottenham ef hann ætlaði sér að taka við öðru starfi á Englandi. (Express)

Arsenal gæti beðið þangað til í sumar með að ráða stjóra í fullt starf. Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur verið orðaður við starfið. (Star)

West Ham er að skoða stjórastöðumálin hjá Arsenal en félagið vill fá Freddie Ljungberg til að taka við af Manuel Pellegrini. (Star)

Real Madrid er að undirbúa 70 milljón punda tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Arsenal, og gæti þá James Rodriguez farið í hina áttina sem partur af dílnum. (Eldesmarque)

Chelsea er að skoða það að fá annað hvort Wilfried Zaha, leikmann Crystal Palace, eða Jadon Sancho leikmann Borussia Dortmund til að auka breiddina á vængjunum. (Express)

Diego Costa, framherjia Atlético Madrid, er á leið til brasilíska félagsins Flamengo fyrir 25 milljónir punda. (Mundo Deportivo)

Liverpool og Tottenham munu berjast um Memphis Depay, leikmann Lyon í Frakklandi. (Express)

PSG er ekki búið að bjóða Kylian Mbappe nýjan samning en hann hefur verið orðaður við Liverpool og Real Madrid. (Le10Sport)
Athugasemdir
banner
banner