Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 01. desember 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Gladbach vöktu leikmenn Inter
Þýska félagið Gladbach fær Inter í heimsókn í Meisaradeild Evrópu í kvöld.

Inter verður að vinna leikinn til að halda í vonina um að komast áfram í 16-liða úrslit á meðan Gladbach er á toppi riðilsins.

Stuðningsmenn Gladbach trufluðu undirbúning leikmanna Inter fyrir leikinn í nótt.

Stuðningsmennirnir vöktu leikmenn Inter með því að skjóta upp flugeldum við hótel þeirra klukkan 4 í nótt.

Flugeldasýningin stóð stanslaust yfir í fimm mínútur og það truflaði svefn leikmanna Inter fyrir leikinn mikilvæga í kvöld.
Athugasemdir