
Danskir fjölmiðlar halda áfram að bauna á landslið þjóðarinnar eftir að það tapaði gegn Ástralíu í gær og endaði í neðsta sæti riðils síns. Danir eru farnir heim frá Katar.
Nú beinast spjótin að þeim leikmönnum sem eiga að vera leiðtogar liðsins; Kasper Schmeichel, Christian Eriksen og Pierre-Emile Höjbjerg.
Nú beinast spjótin að þeim leikmönnum sem eiga að vera leiðtogar liðsins; Kasper Schmeichel, Christian Eriksen og Pierre-Emile Höjbjerg.
Enginn af þeim mætti á sérstakt viðtalssvæði sem leikmenn eiga að fara í gegnum. Þar biðu danskir fjölmiðlamenn eftir því að fá svör við því af hverju liðið tapaði gegn Ástralíu og væri á heimleið eftir lélega frammistöðu.
Hinn 22 ára gamli Jesper Lindström, sem var að taka þátt í HM í fyrsta sinn, var meðal leikmanna sem svöruðu fyrir hönd liðsins.
Jakob Höyer fjölmiðlafulltrúi danska landsliðsins segir að það hafi verið sitt val hvaða leikmenn mættu í viðtöl. Enginn leikmaður hafi reynt að komast hjá því að svara spurningum.
„Það er erfitt að gera ykkur fjölmiðlamönnum til geðs. Þið gagnrýnið fyrst að það séu ekki nægilega margir í viðtölum og svo hverjir það eru sem mæti í viðtöl. Við gerum okkar besta og gagnrýnin á að beinast að mér en ekki leikmönnum," sagði Höyer.
Sjá einnig:
Aðhlátursefni í Katar - Hjulmand fær 0 í einkunn
Athugasemdir