Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 01. desember 2023 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
'Jólatónlist mjög skemmtileg og gaman að breyta til'
Það var létt yfir 'jólaGlódísi' í gær.
Það var létt yfir 'jólaGlódísi' í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska landsliðsins hefur mætt á allar æfingar íslenska landsliðsins í Cardiff í Wales með hátalara þar sem hún spilar jólatónlistina hátt en liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Wales í Þjóðadeildinni klukkan 19:15 í kvöld.

Áður en hún kom til mín í viðtalið lækkaði hún reyndar í tónlistinni svo hún tæki ekki frá henni alla athygli rétt á meðan við spjölluðum. Aðspurð hvort það væri rétt hjá liðsfélögum hennar að hún bæri ábyrgð á jolastemmningunni svaraði hún.

„Þær vilja meina það en ég reyndar spyr hvernig stemmningu fólk er í. Það passar bara vel því við erum hérna rétt fyrir jól og kalt úti. Við verðum að finna eitthvað gott í þessu," sagði Glódís við Fótbolta.net fyrir æfinguna í gær.

„Nei reyndar ekki, en mér finnst jólatónlist mjög skemmtileg og gaman að breyta til yfir hátíðirnar þegar það fer að verða kalt og dimmt. Fá smá jólastemmningu," sagði Glódís.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

„Ég held að sé 'Jólin eru okkar' núna en það er svo rólegt og ég er að reyna að velja eitthvað smá pepp. Við reynum að stytta stundir milli æfinga og gera eitthvað kósý og hafa gaman," sagði hún.

Hér að neðan er hægt að hlusta á 'Jólin eru okkar' í flutningi Valdimars Guðmundssonar og Bríetar ásamt Baggalúti.

   28.11.23 12:37
Ísland mætt í jólastemmningu til Cardiff


   28.11.23 16:19
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn



Athugasemdir
banner
banner