Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 01. desember 2023 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Litlu jólin hjá starfsmönnum landsliðsins - Steini fékk jólapeysu
Starfsfólkið í jólapeysunum í fyrrakvöld.
Starfsfólkið í jólapeysunum í fyrrakvöld.
Mynd: Aðsend
Frá æfingu liðsins í gær.
Frá æfingu liðsins í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það var smá jólastemmning hjá okkur starfsmönnum í gær," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Cardiff í Wales í gær.

Ísland mætir Wales í Þjóðadeild Evrópu á Cardiff City leikvangnum annað kvöld en liðið hefur verið þar við æfingar alla vikuna.

„Það voru litlu jólin hjá okkur í gærkvöldi, svona pakka litlu jól," hélt Steini áfram.

Á meðfylgjandi mynd má sjá sjá starfsfólkið sem fylgir liðinu hér í Cardiff öll í jólapeysum, en aðspurður hvort hann hafi komið með eigin peysu að heiman sagði hann að Ólafur Pétursson markmannsþjálfari hafi bjargað sér.

„Óli á 14 jólapeysur svo hann lánaði mér eina. Það var svo leynivinaleikur hjá okkur og smá gleði inni í sal. Það fengu allir starfsmenn pakka. Ég fékk jólapeysu eðlilega en það var ýmist annað skemmtilegt."

Leikurinn hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og sýndur beint á RÚV.
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner